Kaupgjaldsskrá leiðsögumanna birt á vef SA

Samtök atvinnulífsins hafa birt taxta leiðsögumanna í kaupgjaldskrá 20 sem birt er á heimasíðu samtakanna. http://sa.is/media/2585/kaupgjaldsskra-2017-mai-vefutgafa.pdf

Taxtar leiðsögumanna eru birtir í kaupgjaldsskrá SA. Þeir eru ekki fyllilega samhljóða því sem Félag leiðsögumanna birtir á sínum vef sem stafar af útreikniaðferð vegna tímabundið ráðinna sem skv. kjarasamningnum eiga að fá 10 kr. ofan á tímakaup fastráðinna sem fasta krónutölu. Félagið reiknar hins vegar áfangahækkanir ofan á töluna í stað þess að bæta krónutölunni ofan á tímakaup fastráðinna.

Við gerð kjarasamningsins sumarið 2015 var samþykkt að hækka álagsgreiðslur fyrir tímabundið ráðna leiðsögumenn (starfsmenn í lengri ferðum þar sem greiddir eru að lágmarki 11 klst á dag). Álag er greitt eftir 8 klst og er álagið 76% á dagvinnulaun. Þegar samningurinn var gerður þá var það mat aðila að þetta ætti eingöngu við um þá sem eru tímabundið ráðnir, þ.e. þá sem flakka á milli fyrirtækja og taka eina og eina ferð hjá hverju þeirra. 

Varðandi ákvæði um vinnu umfram 173,3 tíma á mánuði, þá hefur þetta í för með sér að tímabundið ráðinn starfsmaður fær yfirvinnu eftir 173 tíma hjá sama vinnuveitanda á hverju launatímabili, jafnvel þó svo að hluti 173,3 tímanna hafi verið greiddur með álagi.

Það á því ekki við að fastráðnir starfsmenn sem vinna fulla vinnu – eigi í öllum tilfellum að fara á 76% álag eftir 8 tíma vinnudag. Þar þarf að horfa til ráðningafyrirkomulags hvers og eins. Einnig þarf að horfa til vikulegrar/mánaðarlegrar vinnuskyldu sem stundum er uppfyllt með óreglulegum hætti og/ eða í vaktavinnu þar sem vaktir geta verið upp í 12 klst.

Það er skoðun SAF og SA að gildistími þessarar túlkunar sé frá og með 1. júní 2017.

Nánari upplýsingar veitir kjarasvið SA í síma 5910000.