Aðalfundur SAF og Ferðaþjónustudagurinn 2017:
- Ályktun aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2017
- Stjórn SAF starfsárið 2017-2018
- Ræða Gríms Sæmundsen, formanns SAF, á Ferðaþjónustudeginum 2017
- Ársskýrsla SAF 2016-2017
- Jónína Lýðsdóttir hlýtur lokaverkefnisverðlaun SAF og RMF
- Stóraukinn stuðningur við aukið öryggi ferðamanna undir merkjum Safetravel
- Upptaka frá Ferðaþjónustudeginum 2017
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram fimmtudaginn 16. mars í Hörpu í Reykjavík. Fagnefndarfundir fara fram daginn áður, eða miðvikudaginn 15. mars, á Hilton Reykjavík Nordica.
Hér að neðan er að finna dagskrá fundanna ásamt öllum helstu upplýsingum.
Eru félagsmenn hvattir til að taka dagana frá og taka þátt í fundarstörfum.
AÐALFUNDUR SAF 2017 // FERÐAÞJÓNUSTUDAGURINN 2017
Landinn kallar – skipulag í sátt við samfélag
Miðvikudaginn 15. mars // Hilton Reykjavík Nordica
12.30 // Afhending fundargagna á 2. hæð
13.30 – 15.30 // Fagfundir í fundarsölum á 2. hæð
15.30 – 16 // Kaffihlé – markaðstorg
16 – 16.30 // Kynning á TTRAIN verkefninu
16.30 – 17 // Fagnefndir að störfum
17 – 18.30 // Létt ferðaþjónustuspjall
Fimmtudaginn 16. mars // Harpa – Silfurberg
8.30 // Afhending fundargagna / kjörgagna
9 – 9.45 // Ábyrg ferðaþjónusta – kynningarfundur // Skráning fer fram HÉR.
10 – 12 // Aðalfundur SAF 2017 // Skráning fer fram HÉR.
- Fundur settur af formanni, fundarstjóri og fundarritarar kosnir
- Aðalfundarstörf skv. lögum SAF:
- Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
- Ársreikningar SAF fyrir árið 2016
- Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla reikninga
- Lagabreytingar
- Ákvörðun um árgjald
- Kosningar:
- Kosninga 6 meðstjórnenda í stjórn
- Kosning löggilts endurskoðenda
- Önnur mál:
- Ályktanir
- Umræður
- Niðurstaða í kjöri til stjórnar kynnt
- Verðlaun Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála afhent
14 – 16 Ferðaþjónustudagurinn 2017 // Skráning fer fram HÉR.
Landinn kallar- skipulag í sátt við samfélag
Ávörp
- Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra
Erindi // Allt sem þú vildir vita um gengi krónunnar (en þorðir ekki að spyrja)
- Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands
Landinn kallar – skipulag í sátt við samfélag // Pallborðsumræður
- Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
- Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
- Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
- Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
- Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra
Lokaorð
- Hjörleifur Hjartarson
Fundarstjóri verður Eva María Jónsdóttir, fjölmiðlamaður, sem jafnframt stýrir umræðum.
19.00 Fordrykkur í Hörpu
20.00 Hátíðarkvöldverður, skemmtun og dans! // Skráning fer fram HÉR.
- Boðið verður upp á hátíðarkvöldverð og skemmtidagskrá á heimsmælikvarða ásamt því að blásið verður til dansleiks.
- Það er því um að gera að byrja að pússa dansskóna, en nánari dagskrá verður send út er nær dregur.
Atriði varðandi aðalfund:
Stjórnarkjör
- Sex aðilar hafa skilað inn framboði í stjórn SAF fyrir starfsárið 2017-2018. Á aðalfundinum skal kjósa 6 frambjóðendur – hvorki fleiri né færri. Upplýsingar um þá sem hafa skilað inn framboði má finna HÉR.
- Framboðsfrestur rennur út viku fyrir aðalfund, eða 10.00 fimmtudaginn 9. mars. Framboð skal senda á netfangið saf@saf.is eða með því að hafa samband við kjörnefndarmenn.
- Kjörnefnd SAF: Sævar Skaptason, Hey Iceland, formaður – saevar@heyiceland.is, Marín Magnúsdóttir, CP Reykjavík – marin@cpreykjavik.is og Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum – inga@mountainguides.is
Kosning í fagnefndir
- Á fundum faghópanna eru kosnar fagnefndir til eins árs.
- Eftirfarandi regla gildir: Félagsmenn, sem óska eftir að taka sæti í fagnefnd, eru beðnir að skila inn framboði í fagnefnd a.m.k. tveimur dögum fyrir aðalfund, eða 13. mars 2016.
- Framboðum skal skila rafrænt með því að smella HÉR.
Umboð
- Forsvarsmenn fyrirtækja fara með atkvæði á aðalfundi SAF. Þeir forsvarsmenn sem ekki hafa tök á að sækja aðalfundinn geta útbúið umboð fyrir þá sem fara með atkvæði fyrir þeirra hönd á fundinum. Umboð skal berast rafrænt á netfangið saf@saf.is fyrir lok dags, þriðjudaginn 14. mars.
Framlagning ársreikninga SAF
- Endurskoðaðir ársreikningar samtakanna liggja fyrir á skrifstofu SAF.
Markaðstorg
- Á meðan fundir standa verður sett upp markaðstorg þar sem fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu.
- Eru félagsmenn hvattir til að líta við og taka spjallið við sýnendur.