Dagskrá aðalfundar SAF 2017

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram fimmtudaginn 16. mars í Hörpu í Reykjavík. Fagnefndarfundir fara fram daginn áður, eða miðvikudaginn 15. mars, á Hilton Reykjavík Nordica.

Eru félagsmenn hvattir til að taka dagana frá og taka þátt í fundarstörfum. Skráning á fundinn fer fram HÉR.

AÐALFUNDUR SAF 2017

Landinn kallar – skipulag í sátt við samfélag

Fimmtudaginn 16. mars  //  Harpa – Silfurberg

8.30  //  Afhending fundargagna / kjörgagna

9 – 9.45  //  Tölum hreint út um ábyrga ferðaþjónustu //  Skráning fer fram HÉR.

Þátttakendur í sófaspjalli:

 • Jónas Guðmundsson frá Safetravel
 • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir frá Grayline
 • Stefán Gíslason frá Environice
 • Sigrún Blöndal frá Fljótsdalshéraði

Fundarstjórar: Ketill Berg Magnússon, Festu og  Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Ferðaklasanum

10 – 12  //  Aðalfundur SAF 2017  //  Skráning fer fram HÉR.

 • Fundur settur af formanni, fundarstjóri og fundarritarar kosnir
 • Aðalfundarstörf skv. lögum SAF:
  • Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  • Ársreikningar SAF fyrir árið 2016
  • Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla reikninga
 • Lagabreytingar
 • Ákvörðun um árgjald
 • Kosningar:
  • Kosninga 6 meðstjórnenda í stjórn
  • Kosning löggilts endurskoðenda
 • Önnur mál:
  • Ályktanir
  • Umræður
  • Niðurstaða í kjöri til stjórnar kynnt
 • Verðlaun Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála afhent