Félagsfundur um gjaldmiðlamál

Gengi gjaldmiðla hefur verið mikið í deiglunni að undanförnu, ekki síst vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og afléttingu hafta hér á landi. Ferðaþjónusta á Íslandi byggir starfsemi sína á samskipum við erlenda markaði og því er þróun gengis gjaldmiðla mikilvægur þáttur í allri áætlanagerð.

Fimmtudaginn 14. júlí standa Samtök ferðaþjónustunnar fyrir félagsfundi um gjaldmiðlamál.

Á fundinum mun Óttar Snædal, hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins, flytja framsögu og svara fyrirspurnum.

Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, og hefst kl. 14.00.

Skráning á fundinn fer fram HÉR.