Forvarnir og fyrsta hjálp

Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir fundi um bestu starfshætti varðandi öryggismál og viðbrögð við óvæntum atburðum sem kunna að koma upp í ferðaþjónustu.

Fundurinn fer fram mánudaginn 14. maí í Húsi atvinnulífsins og stendur á milli kl. 10 og 11.30.

 • Skráning fer fram HÉR.

Dagskrá:

 • Hvernig tryggjum við gott ferðalag?
  Karlotta Halldórsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá
 • Að vera viðbúinn – Öryggis- og viðbragðsáætlanir
  Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarnarmála hjá Landsbjörg
 • Ábyrgð rekstraraðila og lagaramminn
  Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður hjá LEX lögmannsstofu
 • Allt í volli, hvað svo?
  Karen Kjartansdóttir, ráðgjafi hjá Aton
  Særún Ósk Pálmadóttir, ráðgjafi hjá Aton
 • Umræður

Fundarstjóri verður Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar.

Eru félagsmenn hvattir til að mæta, hlýða á áhugaverð erindi og taka þátt í umræðum.

 • Skráning fer fram HÉR.

Þeir sem ekki hafa tök á að mæta á fundinn geta fylgst með honum í beinni útsendingu á heimasíðu Samtaka ferðaþjónustunnar – www.saf.is