Fræðsluröð Litla Íslands 2017

– Grunnurinn að góðum rekstri er sterkur rekstrargrunnur

Í nóvember og desember efnir Litla Ísland til 6 fræðslufunda þar sem sjónum er beint að atriðum sem snerta lítil og meðalstór fyrirtæki. Fundirnir fara fram í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35.

Þeir sem ekki hafa tök á að mæta á fundina geta fylgst með þeim í beinni útsendingu á heimasíðu Litla Íslands – www.litlaisland.is

Starfsmenn: Kjaramál og vinnuréttur

  • 2. nóvember kl. 9-12

Kristín Þóra Harðardóttir, lögmaður á vinnumarkaðssviði SA, fjallar um helstu ákvæði kjarasamninga og það helsta sem kemur upp í starfsmannamálum. Fjallað verður m.a. um vinnutíma, uppsagnarfrest, veikindarétt, orlof og brotthlaup úr starfi.

Markaðsmál: Aukum arðsemi með nýjum viðskiptavinum

  • 10. nóvember kl. 9-10

Bjarki Pétursson, sölu og markaðsstjóri hjá Zenter, fjallar um leiðir til að finna nýja viðskiptavini og um leið varðveita þá sem fyrir eru.

Skipulag: Grunnatriði Lean

  • 17. nóvember kl. 9-10

Lárus G. Lúðvígsson, ráðgjafi KPMG, fjallar um hvað felst í umbótastarfi Lean. Farið verður yfir nokkur dæmi um hvað getur áunnist og hvers má vænta við umbótaverkefni með aðferðum Lean. Hvort sem þú ert að rifja upp megináherslur í straumlínustjórnun eða ert að kynnast aðferðafræðinni þá er þetta rétti fyrirlesturinn til að fara á.

Samningar. Helstu samningar í fyrirtækjarekstri

  • 24. nóvember kl. 9-10

Inga Björg Hjaltadóttir, héraðsdómslögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur og ráðgjafi/eigandi hjá Attentus, fjallar um helstu samninga í fyrirtækjarekstri og mikilvægi vandaðrar samningagerðar.

Markmið: Hvenær virkar markmiðasetning best og hvaða misskilningur er í gangi?

  • 1. desember kl. 9-10

Leifur G. Hafsteinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs, fjallar um galdur markmiðasetningar.

Bókhald: Bókhald er áttaviti og mikilvægt stjórntæki

  • 8. desember kl. 9-10

Inga Jóna Óskarsdóttir viðurkenndur bókari, ráðgjafi/eigandi hjá Bókhaldi og kennslu og formaður félags bókhaldsstofa fjallar um lykilatriði í bókhaldi og mikilvægi bókhalds sem stjórntæki í rekstri.

Litla Ísland er vettvangur Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga SA þar sem lítil fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum. Vettvangurinn var stofnaður á Smáþingi sem haldið var 10. október 2013 en þar voru málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi sett í kastljósið.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Litla Íslands – www.litlaisland.is