Hádegisfundur um Airbnb og óheilbrigða samkeppni

Hádegisfundur um samfélagsleg áhrif Airbnb verður haldinn á Grand hótel, þriðjudag 30. maí kl. 12.00. Gestur fundarins verður dr. Jeroen A. Oskam.

Dr. Oskam hélt fyrirlestur sinn á ITB ferðakaupstefnunni í Berlín í ár sem er stærsta sinnar tegundar í heimi. Hann hefur til viðbótar greint stöðu Airbnb á Íslandi og mun kynna sviðsmyndagreiningu sína á stöðunni í samanburði við aðrar stórborgir í Evrópu. Þar á meðal hvernig óskráð gististarfsemi hefur áhrif á byggðarþróun, íbúðarverð og heilbrigðan samkeppnisrekstur í gistiþjónustu.

Dagskrá fundarins:

  • Dr. Jeroen Oskam: „Sharing Is Finally Becoming Transparent: Detailed Analysis of Airbnb In Europe’s Metropolises“.
  • Umræður

Fundarstjóri verður Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð á fundinum.

Skráning á fundinn fer fram HÉR.

Athugið að skráningafrestur er til kl. 20.00 mánudaginn 29. maí og er fundurinn þátttakendum að kostnaðarlausu.