Hvatningarverkefni um ábyrga ferðaþjónustu

– ætlar þitt fyrirtæki að taka þátt?


Festa
– miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn, í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðamála, Höfuðborgarstofu, Markaðsstofur landshlutanna og Safetravel vilja bjóða íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum að sammælast um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu.

Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar.

Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við að fyrirtækin axli ábyrgð á þeim afleiðingum sem rekstur þeirra hefur á umhverfið og samfélagið.

Þau fyrirtæki sem taka þátt ætla að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu með því að:

  1. Ganga vel um og virða náttúruna.
  2. Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi.
  3. Virða réttindi starfsfólks.
  4. Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.

Með undirritun eru fyrirtækin hvött til að fylgja viðmiðum og skilgreiningum sem þróaðar hafa verið á alþjóðavísu um samfélagsábyrgð og sjálfbærni í ferðaþjónustu, en með áherslu á aðlögun að íslenskum aðstæðum og áskorunum eins og m.a. er gert með Vakanum.

Yfirlýsinguna í heild sinni og skráningu í verkefnið má finna HÉR en formleg undirritun fer fram í Háskólanum í Reykjavík þriðjudaginn 10. janúar kl. 14.30 að viðstöddum forseta Íslands sem jafnframt er verndari verkefnisins.

Eru félagsmenn í SAF hvattir til að láta sig málefnið varða og taka þátt í verkefninu. Rétt er að geta þess að enginn kostnaður fylgir því skrifa undir yfirlýsinguna en boðið verður upp á fræðsludagskrá á kostnaðarverði.