Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram miðvikudaginn 21. mars á Radisson Blu Hótel Sögu í Reykjavík. Fagnefndarfundir fara fram daginn áður, eða þriðjudaginn 20. mars.

Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna.

Í kjörnefnd sitja:

  • Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, formaður – inga@mountainguides.is
  • Marín Magnúsdóttir, CP Reykjavík – marin@cpreykjavik.is
  • Sævar Skaptason, Hey Iceland – saevar@heyiceland.is

Kjörnefnd auglýsir hér með eftir framboðum til stjórnar og formanns SAF fyrir starfsárin 2018 – 2020. Formaður SAF er kjörinn til tveggja ára í senn. Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.

Samkvæmt lögum SAF ber kjörnefnd að tilkynna félagsmönnum tillögur sínar a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund, en framboðsfrestur rennur út viku fyrir aðalfund, eða miðvikudaginn 14. mars nk.