Kynning á nýrri ferðatilskipun ESB

Fimmtudaginn 15. júní 2017 verður haldinn kynningarfundur um nýja ferðatilskipun Evrópusambandsins sem mun koma til framkvæmda 1. júlí 2018. Starfshópur sem unnið hefur að undirbúningi málsins vill tryggja samráð við hagsmunaaðila og boðar í því skyni til fundar þar sem helstu breytingar verða kynntar og leitast verður við að fá fram ábendingar og athugasemdir sem nýst geta við áframhaldandi vinnu. Á fundinum munu fulltrúar ANR, Ferðamálastofu og Neytendastofu kynna helstu breytingar.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 15. júní kl. 10–12 í fundarsal atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins 1. hæð, Skúlagötu 4.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu ANR hér