Menntun og mannauður

Fundaröðin Menntun og mannauður hófst þriðjudaginn 20. september í Húsi atvinnulífsins. Fjallað var um nýjungar í starfsmenntun og hvað er í gangi í málaflokknum þetta haustið.

Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni þriðja hvern þriðjudagsmorgun í mánuði og mun standa til vors 2017.

Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar, sem er sjóður almennra starfsmanna á landsbyggðinni, fjallaði um það sem er efst á baugi hjá Landsmennt. Selma Kristjánsdóttir,sérfræðingur hjá SVS, starfsmenntasjóði verslunar-og skrifstofufólks og Sólveig Snæbjörnsdóttir fagstjóri hjá SVS fjölluðu um hvað bæri hæst hjá SVS. Þá fjallaði Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar – fræðsluseturs iðnaðarins, um nýjungar hjá Iðunni.

Fundurinn var vel sóttur og að loknum erindum var boðið upp á spurningar og spjall.

  • Erindi Kristínar má finna HÉR.
  • Erindi Selmu og Sólveigar má finna HÉR.
  • Erindi Hildar Elínar má finna HÉR.