Nýjar reglugerðir um eðalvagna og sérútbúnar bifreiðar

Breytingar á reglugerðum um eðalvagna og sérútbúnar bifreiðar voru nýlega gefnar út af innanríkisráðuneytinu. Reglugerðirnar miða að því að kröfur um búnað sérútbúinna bifreiða, sem ætlaðar eru til fjallaferða með ferðamenn, skýrari.

Meðal annars er hjólbarðastærð lágmörkuð við 780mm (um 31 tomma). Reglur um skráningu eðalvagna eru einfaldaðar nokkuð og Samgöngustofu gert að setja nánari viðmið. Í kjölfarið gaf Samgöngustofa út viðmið fyrir eðalvagna byggt á breytingum reglugerðarinnar. Í þeim viðmiðum sem Samgöngustofa gaf út er margt sem gagnrýna má eins og krafa um að bílar skuli búnir leðursætum og munu Samtök ferðaþjónustunnar gera athugasemd við það.

Nánari upplýsingar um reglugerðirnar má finna hér: