Nýtt nám á Suðurlandi

Fræðslunetið býður í fyrsta sinn  nám á ferðamálabraut í samvinnu við Ferðamálaskóla MK. Námið hefst í september 2017 og verður hægt að stunda það um allt Suðurland.

Námið veitir góða atvinnumöguleika í stærstu atvinnugrein Suðurlands og þeir sem hafa lokið náminu eru eftirsóttir starfskraftar. Námið er starfstengt og skiptist í fjögurra anna bóklegt nám og þriggja mánaða starfsþjálfun í ferðaþjónustufyrirtæki.

Nánari upplýsingar veitir Sólveig í síma 560 2036 og á netfangið solveig@fraedslunet.is

Sjá einnig nánari upplýsingar hér : Ferðamálabraut

Innritun stendur yfir til 5. september.