Starfsmannahandbók SAF
Stjórnendahandbók Samtaka ferðaþjónustunnar er unnin í samstarfi við HRM Rannsóknir & ráðgjöf. Handbókin er unnin með styrk frá Starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytisins.
Markmið þessarar handbókar er að vera leiðbeinandi fyrir stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu varðandi faglega starfsmannastjórnun. Gert er ráð fyrir að aðildarfyrirtæki Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) geti notað handbókina til að auka skilvirkni og gæði á sviði starfsmannamála. Í lok handbókarinnar er einnig komið inn á efnisþætti sem stjórnendur geta notað sem grunn að starfsmannahandbók þ.e. handbók um stefnu, starfsreglur, samskipti og ábyrgð stjórnenda og starfsfólks.
Við gerð handbókarinnar var miðað við að gera skil helstu atriðum stefnumiðaðrar mannauðsstjórnunar. Fjallað er um þætti sem snúa að áætlanagerð og öflun umsækjenda, starfsmanna-vali og ráðningum, móttöku og þjálfun nýliða, fjallað um frammistöðumat og starfsmanna-samtöl og að lokum starfsþróun. Í þessari bók er ekki fjallað sérstaklega um umbun til starfsmanna, frammistöðumat né starfsþróun og ekki leitast við að fjalla um stefnumótun, eða hlutverk og stefnu fyrirtækja.
Sjá handbókina á pdf formati hér
Vinsamlega hafið samband við Maríu Guðmundsdóttur, upplýsinga- og fræðslufulltrúa SAF til að nálgast handbókina sem word skjal.
Eyðublöð á word :
Eyðublað1 Dæmi um starfsgreiningu fyrir starfsmann í gestamóttöku
Eyðublað 2 Rammi fyrir gerð starfsgreininga – móttökustjóri á sumarhóteli
Eyðublað3 Dæmi um starfslýsingu starfsmanns í gestamóttöku
Eyðublað 4 Rammi fyrir gerð starfslýsinga
Eyðublað 5 Dæmi um viðtalsramma/ spurningar fyrir ráðningarviðtal
Eyðublað 6 Starfsmannasamtal – undirbúningsblað starfsmanns
Eyðublað 7 Starfsmannaviðtal – undirbúningsblað stjórnanda