Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu

Við vekjum athygli á náminu Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu sem hefst í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar í Opna háskólanum í HR fimmtudaginn 13. október næstkomandi. Kennt er í fjórum lotum en áhugasömum gefst einnig kostur á að skrá sig í stakar lotur innan námslínunnar.

Loturnar eru eftirfarandi:

  • 13. október – Netmarkaðssetning
  • 27. október – Sala og þjónusta
  • 10. nóvember – Mannauðsmál og árstíðarsveiflur
  • 24. nóvember – Verkefna- og viðburðastjórnun

Verð hverrar lotu er kr. 43.000.- og fá aðilar að SAF 10% afslátt.
Skráningarfrestur í námið og fyrstu stöku lotuna er til 7. október nk.
Frekari upplýsingar um námið má finna HÉR.

Nánari upplýsingar veita:

  • Lýdía Huld Grímsdóttir, verkefnastjóri námsins – lydiahuld@ru.is
  • María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF – maria@saf.is