Sumarilminum fagnað

Á sumrin taka skilningarvitin við sér. Fuglasöngur ómar, gras grænkar og ljúfur sumarilmur boðar komu þessarar notalegu árstíðar. Samspil landbúnaðar og ferðaþjónustu skapar verðmæti sem aldrei fyrr og hafa þessar atvinnugreinar mjög jákvæð áhrif hvor á aðra.

Í sumar taka ferðaþjónustan og landbúnaðurinn höndum saman og standa fyrir skemmtilegum ljósmyndaleik undir merkinu Sumarilmur. Er þetta annað árið í röð sem sumarilminum er fagnað í samstarfi ferðaþjónustunnar og landbúnaðarins.

Taktu þátt í ljósmyndaleiknum Sumarilmi og fangaðu þína sumarstemningu á mynd. Myndin þarf á einhvern hátt að sýna samspil ferðaþjónustu og landbúnaðar.

Merktu þína mynd með myllumerkinu #sumarilmur, skráðu hana til leiks á Sumarilmur.is og þú kemst í pottinn. Í hverri viku verða bestu myndirnar valdar þar sem fjöldi glæsilegra vinninga eru í boði. Meðal vinninga eru spennandi ferðir innanlands, alls konar afþreying og girnilegar kræsingar.

Vinningshafar verða dregnir út í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni K100 og hægt verður að skoða myndasafnið á Sumarilmur.is — taktu þátt og fangaðu sumarilminn á ferð um landið!