Tíu fyrirtæki ljúka starfsþjáfanáminu TTRAIN

Fjórði hópur starfsmanna íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja lauk þann 11. maí, námi sem starfsþjálfar á vinnustað. Starfsþjálfanámið, TTRAIN, snýst um að þróa aðferðir til að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustunnar sem snýr að þjálfun nýrra starfsmanna innan fyrirtækja sem og endurmenntun þeirra sem fyrir eru. Námið byggir á samevrópsku verkefni sem styrkt var af Erasmus+ menntaáætlun ESB.  Verkefnisstjórn var í höndum Rannsóknaseturs verslunarinnar og tóku Samtök ferðaþjónustunnar og Háskólinn á Bifröst einnig þátt í verkefninu.

Námið skilar þátttakendum verkfærum sem nýtast í starfi strax frá fyrsta degi. Á námskeiðinu voru kynntar mismunandi kennsluaðferðir og mikilvægi skapandi aðferða við miðlun upplýsinga og þjálfun starfsmanna. Strax á fyrsta degi kom í ljós að hópurinn samanstóð af mjög áhugasömu og hugmyndaríkum einstaklingum. Þátttakendur unnu að þjálfunaráætlun undir leiðsögn kennara sem voru kynntar á loka degi námskeiðsins í Húsi atvinnulífsins.

Að þessu sinni voru þátttakendur frá eftirfarandi fyrirtækjum:

  • Hótel Bifröst
  • Gray Line
  • CenterHotels
  • Farfuglar Ses.
  • Elding Hvalaskoðun Reykjavík ehf
  • 701 hotels ehf
  • Íslenskir Fjallaleiðsögumenn
  • Sæferðir ehf
  • Isavia ohf
  • Hotel Óðinsvé hf.

Samtök ferðaþjónustunnar óska þátttakendum til hamingju með áfangann!

Næsta námskeið verður auglýst síðar.