Útskriftarnemar fá bókagjöf frá SAF

Samtök ferðaþjónustunnar færðu öllum útskriftarnemum í ferðamálatengdu námi við Menntaskólann í Kópavogi bókagjöfina „Það er kominn gestur – saga ferðaþjónustu á Íslandi“ við hátíðalega athafnir í Digraneskirkju þann 24. og 26. maí sl.

Alls útskrifuðust 253 nemar, 64 stúdentar og 42 iðnnemi. Þá brautskráðust 15 ferðafræðinemar, 51 leiðsögumaður, 19 matsveinar, 42 úr meistaraskóla matvælagreina, 17 af framhaldsskólabraut og 3 af starfsbraut. Þetta er annað árið í röð sem allir útskriftarnemar í ferðaþjónustutengdum greinum fá bókagjöf frá samtökunum.

SAF fagna þessum nýju útskriftarnemum og því að nú skuli fjölga enn frekar í röðum útskrifaðra  í greininni. Fjölgun faglærðra í greininni mun efla enn frekar gæði og fagmennsku í ferðaþjónustu á Íslandi sem er afar mikilvægt.