Samtök ferðaþjónustunnar eru öflugur málsvari ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi
Sterkari Saman
SAF gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna gagnvart stjórnvöldum, vinna að því að fyrirtækin búi við samkeppnishæf starfsskilyrði og stuðla að því að ferðaþjónusta á Íslandi grundvallist á virðingu fyrir landi og þjóð. Sameiginlegur árangur byggir á þinni þátttöku.
FRÉTTIR OG GREINAR

Samtaka í 25 ár
Samtök ferðaþjónustunnar fögnuðu 25 ára afmæli samtakanna með pomp og prakt á dögunum með glæsilegri afmælisráðstefnu sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Samtaka í 25 ár“. Hann var þéttsetinn bekkurinn í aðalsal Hilton Reykjavík Nordica þegar þær Erna Hauksdóttir og Helga Árnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjórar SAF, opnuðu afmælisráðstefnuna, en rúmlega 400 manns tóku […]


Upplýsingar um markaðstorg á afmælisráðstefnu SAF – Samtaka í 25 ár
Í tengslum við afmælisráðstefnu SAF sem fram fór fimmtudaginn 15. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica var sett upp markaðstorg þar sem fyrirtæki og stofnanir sem starfa í stoðkerfi ferðaþjónustunnar kynntu vörur sínar og þjónustu. Góður rómur var gerður að markaðstorginu, en 10 fyrirtæki og stofnanir tóku þátt. Þátttakendur í markaðstorgi: A4 Hjá A4 fást allar […]


Skýr stefna í orkuskiptum ferðaþjónustu nauðsynleg
Metnaðarfull markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) miða meðal annars að 55% samdrætti í losun fyrir árið 2030 miðað við árið 2005 og að Ísland verði kolefnishlutlaust 2040. Til að hægt verði að ná þessum markmiðum er mikilvægt að stjórnvöld og atvinnulífið taki höndum saman og vinni að verkefninu í sameiningu. Á […]


Pink Iceland hlýtur Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2023
Samtök ferðaþjónustunnar afhentu Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar á glæsilegri afmælisráðstefnu samtakanna – Samtaka í 25 ár – sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í gær, miðvikudaginn 15. nóvember. Það var samhljóma niðurstaða dómnefndar að Pink Iceland skyldi hljóta Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2023. Þá hlaut Skriðuklaustur í Fljótsdal Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar árið 2023. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, […]


25 ára afmælisblað SAF fylgir Viðskiptablaðinu í dag
Afmælisráðstefna SAF er haldin á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 15. nóvember 2023, kl. 13-17, undir yfirskriftinni “Samtaka í 25 ár.” Í tilefni af 25 ára afmæli samtakanna fylgir 48 síðna efnismikið afmælisblað með Viðskiptablaðinu í dag. Smellið hér til að lesa afmælisblaðið. Afmælisráðstefnan hefst í ráðstefnusal Hilton Nordica kl. 13:00 í dag, en húsið opnar […]