Samtök ferðaþjónustunnar eru öflugur málsvari ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi
Samtaka í 25 ár – sterkari saman!
SAF gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna gagnvart stjórnvöldum, vinna að því að fyrirtækin búi við samkeppnishæf starfsskilyrði og stuðla að því að ferðaþjónusta á Íslandi grundvallist á virðingu fyrir landi og þjóð. Sameiginlegur árangur byggir á þinni þátttöku.
Á döfinni
FRÉTTIR OG GREINAR


155 milljarða skattspor ferðaþjónustunnar árið 2022
Skattspor ferðaþjónustunnar árið 2022 var kynnt á morgunverðarfundi Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka atvinnulífsins Hótel Reykjavík Grand fimmtudaginn 7. desember 2023. SAF fengu Reykjavík Economics til þess að reikna skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2022 og skila skýrslu með sambærilegum hætti og hefur verið gert fyrir stærstu fyrirtæki landsins sem og aðrar útflutningsatvinnugreinar. Hlekkur: Skýrsla um skattspor […]


Skýrsla um skattspor ferðaþjónustunnar árið 2022
Skýrsla um skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2022 var kynnt á fjölmennum fundi á Hótel Reykjavík Grand í morgun. Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins sem stóðu að fundinum, en skýrslan var unnin af Reykjavík Economics fyrir SAF. Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, kynnti megin niðurstöður skýrslunnar á fundinum en skýrsluna í heild sinni og kynningu […]


Skattspor ferðaþjónustunnar – upptaka frá fundinum
Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2022 verður kynnt á morgunfundi á Hótel Reykjavík Grand fimmtudaginn 7. desember kl. 9.00. Á fundinum verða flutt ávörp ásamt því að skýrsla sem Reykjavík Economics hefur unnið fyrir Samtök ferðaþjónustunnar verður kynnt. Þá fara fram umræður um skattspor ferðaþjónustunnar og hvert raunverulegt framlag greinarinnar er til samfélagsins. Dagskrá fundarins: Ávarp […]


SKATTSPOR FERÐAÞJÓNUSTUNNAR: Kynningarfundur 7. desember
Hvert er framlag ferðaþjónustunnar til samfélagsins? Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2022 verður kynnt á morgunfundi á Grand hótel fimmtudaginn 7. desember. Fundurinn fer fram í salnum Gullteig og hefst kl. 9.00. Húsið opnar kl. 8.30 með léttum morgunverði. Fundurinn er opinn öllum og ókeypis, en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér: https://forms.gle/eGD4AGWKz7dsodUX6 Flutt verða […]


Málþing um samstarf ferðaþjónustu og safna 8. desember
Málþing um samstarf ferðaþjónustu og safna, safnvísa, setra og sýninga verður haldið í sal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 8. desember 2023.Að málþinginu standa Félag íslenskra safna og safnafólks, Safnafræði við Háskóla Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar. Skráðu þig hér: https://forms.gle/CsqR8EB2Yqc3qvxW7Málþingið er ókeypis og öllum opið. Dagskrá: 10.00-10.10. Setning málþings.10.10-10.30: Guðrún D Whitehead – lektor í safnafræði. Söfn og […]


Samtaka í 25 ár
Samtök ferðaþjónustunnar fögnuðu 25 ára afmæli samtakanna með pomp og prakt á dögunum með glæsilegri afmælisráðstefnu sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Samtaka í 25 ár“. Hann var þéttsetinn bekkurinn í aðalsal Hilton Reykjavík Nordica þegar þær Erna Hauksdóttir og Helga Árnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjórar SAF, opnuðu afmælisráðstefnuna, en rúmlega 400 manns tóku […]