Samtök ferðaþjónustunnar eru öflugur málsvari ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi
Sterkari Saman
SAF gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna gagnvart stjórnvöldum, vinna að því að fyrirtækin búi við samkeppnishæf starfsskilyrði og stuðla að því að ferðaþjónusta á Íslandi grundvallist á virðingu fyrir landi og þjóð. Sameiginlegur árangur byggir á þinni þátttöku.
FRÉTTIR OG GREINAR

Opið fyrir umsóknir um viðspyrnustyrki
Skatturinn hefur opnað fyrir móttöku á umsóknum um viðspyrnustyrki vegna tekjufalls rekstraraðila á tímabilinu nóvember 2020 til og með maí 2021 í samanburði við árið 2019. Eins og áður er sótt um í gegnum þjónustusíður umsækjenda á skattur.is. Ef umsækjandi um viðspyrnustyrk er félag (lögaðili) skráir prókúruhafi sig inn á sína þjónustusíðu og fer þannig […]

Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári eru þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2020. Kuðungurinn verður afhentur í tengslum við Dag umhverfisins. Kuðungurinn er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála sem er veitt árlega. Óskað er eftir því […]

SAF og SA funda með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um eftirlit með veitingastöðum
Framkvæmdastjórar Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar áttu í dag fund með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um ýmsa þætti er varða sóttvarnir á veitingahúsum á höfuðborgarsvæðinu, þær reglur sem gilda og eftirlit lögreglu með veitingastöðum. Samtökin og Lögreglan eru sammála um að mikilvægt sé að sóttvarnir séu virtar, að reglur sem settar eru um þær á hverjum tíma […]

Beiðnir um frestun afborgana vegna lána úr ferðaábyrgðasjóði berist fyrir 22. febrúar
Samtök ferðaþjónustunnar minna lántakendur Ferðaábyrgðasjóðs á að hægt er að fresta fyrstu þrem afborgunum höfuðstóls og vaxta skuldabréfa. Sjá eftirfarandi tilkynningu frá Ferðamálstofu sem send var út á lántakendur 16. febrúar: „Ferðamálastofa upplýsti lántakendur Ferðaábyrgðasjóðs hinn 10. febrúar sl. um nýlega breytingu á reglugerð nr. 720/2020 um Ferðaábyrgðasjóð. Þessi breyting felur það í sér að […]