Samtök ferðaþjónustunnar eru öflugur málsvari ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi
Sterkari Saman
SAF gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna gagnvart stjórnvöldum, vinna að því að fyrirtækin búi við samkeppnishæf starfsskilyrði og stuðla að því að ferðaþjónusta á Íslandi grundvallist á virðingu fyrir landi og þjóð. Sameiginlegur árangur byggir á þinni þátttöku.
FRÉTTIR OG GREINAR

Gott ár – en vantar ferðaþjónustu í erfðaefnið okkar?
Skuggi heimsfaraldurs víkur nú fyrir bjartari tíð. Ferðaþjónusta á Íslandi er nú í lok ársins 2022 nálægt því að ná sínum fyrri styrk, sem öflugasta útflutningsgrein okkar Íslendinga. Viðspyrna greinarinnar hefur verið ævintýri líkust og hraðari en nokkur þorði að vona. Þessi ánægjulegi viðsnúningur er gríðarlegt hagsmunamál fyrir alla Íslendinga – enda hafa mismunandi sviðsmyndir […]


Aukinn stuðningur til öryggismála og slysavarna ferðamanna
Á dögunum skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra skrifaði í dag undir samning við Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Samtök ferðaþjónustunnar um áframhaldandi stuðning til öryggismála og slysavarna ferðamanna undir merkjum „Safetravel“ verkefnisins. Undanfarin ár hefur ráðuneyti ferðamála gert samning við Slysavarnafélagið Landsbjörgu og Samtök ferðaþjónustunnar um eflingu öryggismála og slysavarna ferðamanna með því að skapa gott […]


Jólakveðja SAF 2022
Samtök ferðaþjónustunnar óska þér og þínum gleðilegra jóla og þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Megi nýtt ár færa okkur öllum gleði og gæfu, farsæld og ferðamenn! Stjórn og starfsfólk Samtaka ferðaþjónustunnar


Hitamælir: Hver er sinnar gæfu smiður
Íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg og er orðin ein af meginstoðum útflutningstekna landsins. Verðmætasköpun atvinnugreinarinnar má bersýnilega sjá á hlut ferðaþjónustu af vergri landsframleiðslu (VLF), þar sem hlutfall greinarinnar af VLF fór frá því að vera um 3,5% árið 2009 yfir í 8,1% árið 2019. Ör uppgangur ferðaþjónustunnar knúði meðal annars áfram hagvöxt […]