18 leiðsögumenn útskrifuðust á Akureyri

Laugardaginn 18. maí útskrifaði Símenntun 18 leiðsögumenn. Þetta var í þriðja sinn sem Símenntun útskrifar landsleiðsögumenn. Við útskriftina fluttu ávörp: Bragi Guðmundsson í fjarveru háskólarektors, Kristín Hrönn Þráinsdóttir frá Leiðsöguskólanum og Þorsteinn McKinstry stjórnarmaður í Leiðsögn félagi leiðsögumanna. Tónlist flutti Daniele Basini gítarleikari. Ávarp fyrir hönd nemenda flutti Jónína Sveinbjörnsdóttir. Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur hlaut Renate Kienbacher.  Samtök ferðaþjónustunnar fagna þessum nýju útskriftanemum enda síaukin þörf fyrir vel menntaða leiðsögumenn á Norðurlandi.