[:IS]Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér margvíslegt framboð námskeiða hjá hinum ýmsu fræðsluaðilum á vorönn 2018.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SAF undir liðnum mennta- og fræðslumál – námskeið á döfinni. Þá viljum við sérstaklega vekja athygli á námskeiðum í samstarfi SAF og Endurmenntunar HÍ. Við viljum jafnframt vekja athygli á ýmsum gagnlegum hjálpargögnum sem tengjast gæðakerfi Vakans og eru öllum aðgengileg HÉR.
Áttin vísar veginn
Auk þessa er hægt að hafa samband við Maríu Guðmundsdóttur, fræðslustjóra SAF, varðandi ýmis önnur námskeið s.s. starfsþjálfanámskeið (TTRAIN) skyndihjálparnámskeið, þernunámskeið, enskunámskeið, þjónustunámskeið, ýmis stjórnendanámskeið og margt fleira. María mun aðstoða ykkur við að koma slíkum námskeiðum á og jafnframt veita upplýsingar varðandi möguleika á styrkjum frá starfsmenntasjóðum vegna námskeiða og aðstoða félagsmenn við umsóknir.
Þá hefur María jafnframt milligöngu um að koma á verkefninu „Fræðslustjóra að láni“fyrir áhugasöm fyrirtæki. Hafið samband við Maríu í síma 822-0056 eða á netfanginu maria@saf.is[:]