[:IS]Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram miðvikudaginn 21. mars á Radisson Blu Hótel Sögu.
Formaður SAF er kjörinn til tveggja ára í senn. Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri. Framboðsfrestur rann út í dag, miðvikudaginn 14. mars. Þar sem einn af þeim stjórnarmönnum sem hlaut kosningu til tveggja ára á síðasta aðalfundi SAF hefur gefið kost á sér til formennsku í samtökunum verður stjórnarkjöri þannig háttað á aðalfundinum að 3 frambjóðendur verða kjörnir til tveggja ár og 1 frambjóðandi til eins árs.
Fjórir aðilar skiluðu inn framboði til formanns SAF fyrir starfsárin 2018-2020, en þeir eru eftirtaldir í stafrófsröð:
- Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu DMI ehf.
- Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis
- Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Rauðku ehf.
- Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line Iceland
Átta aðilar skiluðu inn framboði til stjórnar SAF fyrir starfsárin 2018-2020, en þeir eru eftirtaldir í stafrófsröð:
- Björg Dan Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri TREX ehf.
- Gunnar Rafn Birgisson, eigandi Atlantik ferðaskrifstofu
- Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, rekstrarstjóri sölu- og markaðssviðs Kynnisferða
- Hendrik Berndsen, stjórnarformaður Hertz
- Ívar Ingimarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar Óseyri
- Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar
- Ólöf R. Einarsdóttir, eigandi Mountaineers of Iceland
- Sævar Freyr Sigurðsson, stofnandi og eigandi Saga Travel ehf.
Rétt er að geta þess að Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Radisson Blu Hótels Sögu, og Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Icelandair Group, sitja nú þegar í stjórn SAF, en þau voru kjörin til tveggja ára á aðalfundi samtakanna árið 2017.[:]