[:IS]
– óskað eftir tilnefningum til og með 2. nóvember
Samtök ferðaþjónustunnar afhenda á ári hverju nýsköpunarverðlaun samtakanna fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Kveðið er á um að heimilt sé að veita verðlaun vegna nýsköpunar allt að 300.000 krónum fyrir verkefni sem stjórn sjóðsins telur að skari fram úr hverju sinni.
Verður þetta í 15. skipti sem nýsköpunarverðlaun SAF verða afhent, en verðlaunahafar til þessa hafa verið:
2017 – Friðheimar
2016 – Óbyggðasetur Íslands
2015 – Into The Glacier
2014 – Gestastofan Þorvaldseyri
2013 – Saga Travel
2012 – Pink Iceland
2011 – KEX hostel
2010 – Íslenskir fjallaleiðsögumenn
2009 – Fuglasafn Sigurgeirs í Mývatnssveit
2008 – Menningarsetrið Þórbergssetur, Hala í Suðursveit
2007 – Norðursigling – Húsavík
2006 – Landnámssetur Íslands
2005 – Adrenalín.is, VEG Guesthouse á Suðureyri og Fjord Fishing
2004 – Sel Hótel Mývatn og Hótel Aldan
Eru félagsmenn vinsamlega hvattir til að senda tilnefningar ásamt rökstuðningi til skrifstofu SAF til og með 2. nóvember á netfangið saf@saf.is eða með því að senda póst í Borgartún 35, 105 Reykjavík.
Nú er lag – tökum virkan þátt!
Ljósmynd: Frá afhendingu nýsköpunarverðlauna SAF 2017. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og hjónin Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir eigendur Friðheima í Bláskógabyggð.[:]