[:IS]Glæný bók á ensku um ólíkan bakgrunn erlendra ferðamanna og hvernig við stöndum best að því að þjónusta þá „Cultural Impact on Service Quality – Hospitality Tips on Effective Communication with Tourists“ fór beint úr prentun í kennslu í ferðamannaskóla í Noregi– sjá HÉR.
https://www.facebook.com/margret.reynisdottir.35?__tn__=%2CdlC-R-R&eid=ARDDZ8eQdXfc2V43hlkHZ6SgvC__kzkdfI-cpW9V1_7NfPs_-JRUBbgFG7GMJvJVgmg4LLjP6wOeh0A4&hc_ref=ARQauSfyNkiYZiSD6mT-uV2X4xlKbCAZd5s0K3rPx0YBPo0qBkzYoO9Rphady-IMQn4
Bókin byggir á reynslusögum hundruð aðila í ferðaþjónustu á Íslandi og rannsóknum. Eftir því sem heimildir okkar herma er þetta eina bókin í heiminum sem fjallar um hvað þarf að hafa í huga þegar tekið er á móti ferðamönnum frá 17 þjóðlöndum. Kaflinn um óskir og þarfir Kínverja er lengstur þar sem margar spurningar hafa vaknað um hvernig við stöndum best að því að þjónusta þá gesti. Ýmis atriði blasa við eftir lestur bókarinnar eins og hvaða þjóð í Asíu er almennt alltaf á klukkunni og hverjir virðast hafa gleymt henni, hverjar eru te-þjóðirnar, brauðþjóðirnar og hverjir þurfa almennt allt kvöldið til að klára matinn eða bara eina klukkustund?
Fyrir 25 öldum sagði kínverski heimspekingurinn Konfúsíus að í eðlinu værum við öll lík en það væru siðir og venjur sem skildu okkur að. Á Íslandi segjum við að sinn er siðurinn í hverju landi. Rannsóknir sýna að þjóðir hafa sérkenni á sama tíma er vert að minna á að það einstaklingar eru ekki allir steyptir í sama mót og það vera að hafa í huga við lestur bókarinnar.
Höfundur bókarinnar er Margrét Reynisdóttir. Hún er með meistaragráðu í alþjóða markaðsfræði og stjórnun og stefnumótun og er sérfræðingur í þjónustugæðum og menningu gesta í ferðaþjónustu og hefur gefið út fjöld bóka og kennslumyndbönd.
Bókina og/eða námskeið má panta „beint frá býli“ hjá Margréti Reynisdóttur, margret@gerumbetur.is
[:]