Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fór fram á Húsavík fimmtudaginn 14. mars 2019.
Fagfundir, aðalfundur og kvöldverður fara fram á Fosshótel Húsavík.
Dagskrá:
Fimmtudaginn 14. mars // Fosshótel Húsavík
09.30 // Afhending fundargagna
10.00 // Fagfundir
12.00 // Hádegisverður
13.30 // Afhending kjörgagna
14.00 // Aðalfundur (dagskrá skv. lögum SAF)
17.00 // Afþreying
19.30 // Fordrykkur
20.00 // Kvöldverður
—
Nánari upplýsingar:
Aðalfundur og fagnefndarfundir // Skráning og upplýsingar um verð
Fundarpakki: 6.990 kr.
- Innifalið: Fundargögn, hádegisverður, eftirmiðdagshressing og afþreying að fundarhöldum loknum.
Kvöldverður: 8.990 kr.
- Innifalið: Fordrykkur og þriggja rétta kvöldverður ásamt skemmtun.
Fundarpakki og kvöldverður: 14.990 kr.
—
Framboð til stjórnar SAF

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram fimmtudaginn 14. mars á Fosshótel Húsavík. Allar nánari upplýsingar um fundinn er að finna HÉR.
Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna. Kjörnefnd hefur þegar auglýst eftir framboðum til stjórnar SAF fyrir starfsárin 2019 – 2021.
Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri. Stjórnarmaður sem kjörinn var til tveggja ára á síðasta aðalfundi hætti störfum á árinu, því eru 4 meðstjórnendur í kjöri á aðalfundinum. Þá verður ekki um formannskjör að ræða þar sem á síðasta aðalfundi SAF var formaður kjörinn til tveggja ára.
Framboðsfrestur rann út fimmtudaginn 7. mars og skiluðu 7 aðilar inn framboði í stjórn SAF fyrir starfsárið 2019-2021. Á aðalfundinum skal kjósa 4 frambjóðendur.
Frambjóðendurnar eru eftirtaldir í stafrófsröð:
- Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair Group
- Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða
- Breki Logason, framkvæmdastjóri Your day tours
- Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri Snæland Grímsson
- Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Radisson Blu Hótels Sögu
- Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar
- Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line Iceland
Með því að smella á nöfn frambjóðenda er hægt að sjá frekari kynningu á þeim.
Kjörnefnd SAF:
- Eva María Þórarinsdóttir Lange, Pink Iceland, formaður – eva@pinkiceland.is
- Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum – inga@mountainguides.is
- Sævar Skaptason, Hey Iceland – saevar@heyiceland.is
—
Fundir faghópa – dagskrá
Fimmtudaginn 14. mars 2019 klukkan 10.00-12.00 Fosshótel Húsavík,
Afþreyingarfyrirtæki
10.00 // Verkefni síðasta starfsárs: Arnar Már Ólafsson , formaður afþreyinganefndar
10.15 // Áfangastaðurinn Norðurland
- Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
11.00 // Almennar umræður, ályktanir og kosning í afþreyinganefnd
Bílaleigur
10.00 // Verkefni síðasta starfsárs: Þorsteinn Þorgeirsson, formaður bílaleigunefndar
10.15 // Hvers virði er bílaleigubíll fyrir dreifðari byggðir og hvað þarf til að geta hlaðið fjölda rafbílaleigubíla á landsbyggðinni?
- Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku
- Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings
11.00 // Almennar umræður, ályktanir og kosning í bílaleigunefnd
Ferðaskrifstofur
10.00 // Verkefni síðasta starfsárs: Ásberg Jónsson, formaður ferðaskrifstofunefndar
10.15 // Hver eru áhrif nýrrar pakkaferðalöggjafar og reglugerðar á ferðaskrifstofur?
- Nanna Dröfn Björnsdóttir, lögfræðingur Ferðamálastofu
11.00 // Almennar umræður, ályktanir og kosning í ferðaskrifstofunefnd
Flugfélög (Fundur á Gamla Bauk)
10.00 // Verkefni síðasta starfsárs: Herdís Anna Þorvaldsdóttir, formaður flugnefndar
10.15 // Hver er framtíð innanlandsflugs á Íslandi?
Sérstakur gestur fundarins:
- Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður
11.00 // Almennar umræður, ályktanir og kosning í flugnefnd
Gististaðir
10.00 // Verkefni síðasta starfsárs: Birgir Guðmundsson, formaður gististaðanefndar
10.15 // Hver eru áhrif nýrrar pakkaferðalöggjafar og reglugerðar á gististaði?
- Helena Karlsdóttir, forstöðumaður stjórnsýslu og umhverfissviðs Ferðamálastofu
11.00 // Almennar umræður, ályktanir og kosning í gististaðanefnd
Hópbifreiðafyrirtæki
10.00 // Verkefni síðasta starfsárs: Rúnar Garðarsson, formaður hópbifreiðanefndar
10.15 // Leysa veggjöld og bílastæðagjöld?
Sérstakir gestur fundarins:
- Vilhjálmur Árnason, alþingismaður
- Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðargangna
11.00 // Almennar umræður, ályktanir og kosning i hópbifreiðanefnd
Veitingastaðir
10.00 // Verkefni síðasta starfsárs: Þráinn Lárusson, formaður veitinganefndar
10.15 // Hvaða áhrif getur innflutningur á fersku kjöti haft á veitingahús?
- Þráinn Lárusson, formaður veitinganefndar SAF
11.00 // Almennar umræður, ályktanir og kosning í veitinganefnd
—
Framboð í fagnefndir
Á fundi faghópa fimmtudaginn 14. mars eru kosnar fagnefndir fyrir starfsárið 2019 – 2020.
Eftirfarandi regla gildir: Félagsmenn, sem óska eftir að taka sæti í fagnefnd, eru beðnir að skila inn framboði í fagnefnd a.m.k. þremur dögum fyrir aðalfund, eða fyrir lok dags mánudaginn 11. mars 2019.
Við hvetjum stjórnendur í ferðaþjónustu til að gefa kost á sér í fagnefndir. Þær eru mjög mikilvægar í grasrótarstarfinu.
Framboðum skal skila rafrænt með því að smella á hnappinn hér að neðan.
—
Gisting


Fosshótel Húsavík
- Standard eins manns herbergi: 13.650 kr. nóttin (14/3/2019)
- Tveggja manna herbergi: 15.900 kr. nóttin (14/3/2019)
- Fyrir aukanótt (13/3/2019) greiðast: 12.000 kr. ásamt 15% afslætti af matseðli hótelsins.
Innifalið: Morgunverðarhlaðborð, 11% VSK og 111 kr. gistináttaskattur, netaðgangur (WIFI)
Íslandshótel bjóða upp á tilboðskóða SAF19 á bókunarvél hótelsins.
Afbókunarskilmálar einstaklinga sem bóka sig á aðalfund SAF 2019 eru 100% afbókunargjald af dvölinni 0-2 daga fyrir komu, 50% 3-7 daga fyrir komu, en gjaldlaust ef afbókað er með meira en 8 daga fyrirvara.
—
Flug


Flugfélagið Ernir
Hér er hægt að bóka flug með Flugfélaginu Erni á aðalfund Samtaka ferðaþjónustunnar sem fram fer á Húsavík fimmtudaginn 14. mars 2019.
Flugbókanir og greiðsla fara í gegnum Samtök ferðaþjónustunnar. Reikningar verða sendir vegna flugbókana.
Í boði eru eftirfarandi brottfarir:
Reykjavík – Húsavík
- Miðvikudaginn 13. mars kl. 15:55
- Fimmtudaginn 14. mars kl. 08:05
Húsavík – Reykjavík
- Föstudaginn 15. mars kl. 09:20
- Föstudaginn 15. mars kl. 17:05
Verð á fluglegg er 21.440 kr., en SAF býður félagsmönnum sínum flug fram og til baka á 39.900 kr. ef bókað er fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 7. mars 2019.
Takmarkað sætaframboð er í boði. Reglan fyrstur kemur fyrstur fær er í gildi. Athugið að mæting í flug er amk. 30 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Skapta Erni Ólafssyni, upplýsingafulltrúa SAF, í gegnum netfangið skapti@saf.is
—
Framlagning ársreikninga
Endurskoðaðir ársreikningar Samtaka ferðaþjónustunnar munu liggja fyrir á skrifstofu samtakanna í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, viku fyrir aðalfund.
Lagabreytingar
Fyrir aðalfundinum liggja tillögur að lagabreytingum frá stjórn SAF, en þær er hægt að nálgast þær HÉR.
Tillaga um félagsgjald
Fyrir aðalfundinum liggja fyrir tillögur að breytingum á félagsgjöldum í SAF frá stjórn samtakanna, en þær er hægt að nálgast HÉR.
Umboð
Forsvarsmenn fyrirtækja fara með atkvæði á aðalfundi SAF. Þeir forsvarsmenn sem ekki hafa tök á að sækja aðalfundinn geta útbúið umboð fyrir þá sem fara með atkvæði fyrir þeirra hönd á fundinum. Umboð skal berast rafrænt á netfangið saf@saf.is fyrir lok dags, mánudaginn 11. mars.