[:IS]Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri Snæland Grímsson
Kæru félagar í Samtökum ferðaþjónustunnar.
Það er mjög mikilvægt á þessum síðustu tímum að standa vörð um hagsmuni ferðaþjónustunnar.
Ég tel að það skipti máli að hafa víðtæka reynslu og þekkingu af sem flestum hliðum ferðaþjónustunnar, auk þess að vera í góðum tengslum við erlenda viðskiptavini og samstarfsaðila. Ég hef unnið allann minn starfsaldur hjá Snæland við öll þau störf sem þar þarf að vinna, keyrt rútur, verið leiðsögumaður, séð um samninga við birgja, séð um framkvæmd og skipulagningu ferða auk þess sinna markaðssetningu og sölu. Ég tel mig þekkja vel til allra innviða sem skipta máli í ferðaþjónustu.
Ég hef verið í ferðaskrifstofunefnd SAF síðustu fimm ár, setið fyrir hönd SAF síðustu þrjú ár í stjórn „Ísland allt árið“ og í Fagráði Íslandsstofu undanfarin tvö ár.
Ég er baráttumaður sem vill sjá hag ferðaþjónustunnar sem mestan til framtíðar og að við séum í góðum tengslum við stjórnvöld og fólkið í landinu.
Ég býð mig fram í stjórn SAF til að miðla af minni þekkingu og reynslu fyrir okkur öll.
Baráttukveðjur
HALLI[:]