[:IS]
Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni sem fjallar um
ferðamál á Íslandi.
Verðlaunin voru veitt í 14. sinn á aðalfundi SAF á Húsavík 14.3.
Í ár hlýtur Kristján Alex Kristjánsson ferðamálafræðingur verðlaunin fyrir BS-ritgerð sína í ferðamálafræði
við Háskóla Íslands,sem ber heitið :
„Myndræn menning og landslag: Tækifæri sýndar- og viðbótarveruleika til að skapa upplifun fyrir ferðamenn“.
Leiðbeinandi Kristjáns Alex var dr. Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.
Viðfangsefni ritgerðarinnar eru möguleikar sýndar- og viðbótarveruleika í ferðaþjónustu framtíðarinnar á Íslandi.
Kristján Alex kannaði hlutverk tækniframfara í þróun ferðaþjónustu í sögulegu samhengi og velti því upp hvernig
þróun upplýsinga-og samskiptatækni muni hafa áhrif á stýringu og uppbyggingu áfangastaða og á mótun
greinarinnar í framtíðinni. Auk þess kannaði hann hvort ferðamenn séu tilbúnir fyrir upplifanir í sýndarheimi
um leið og þeir leitist eftir upplifunum sem hafi sanngildi og skerpi tengsl þeirra við veruleikann. Kristján Alex
tók viðtöl við einstaklinga sem hafa unnið með sýndar- og viðbótarveruleika á Íslandi og
komst að þeirri niðurstöðu að tækifæri séu þegar til staðar fyrir notkun þessarar tækni í íslenskri ferðaþjónustu,
en að skortur á fjármagni, þekkingu og mannauði haldi hins vegar aftur af frekari þróun hennar. Einnig sýna
niðurstöðurnar að best sé að nota upplifanir í sýndarheimi sem viðbót við hefðbundna ferðamennsku.
Í umsögn dómnefndar segir:
Nálgun Kristjáns Alex á tengslum tækniframfara og ferðamennsku framtíðarinnar er bæði nýstárleg og áhugaverð.
Nálgun Kristjáns Alex á tengslum tækniframfara og ferðamennsku framtíðarinnar er bæði nýstárleg og áhugaverð.
Kristján Alex fetar ótroðnar slóðir í rannsóknum innan ferðamennsku á Íslandi og tekst honum vel upp með að sýna
annars vegar fram á þörf fyrir frekari rannsóknir á þessu sviði og hins vegar fram á nýja möguleika í vöruþróun sem
geti verið íslenskri ferðaþjónustu til framdráttar.
Að þessu sinni voru sjö framúrskarandi lokaverkefni úr grunnnámi til BS-gráðu eða BA-gráðu við háskóla hér á landi tilnefnd
til lokaverkefnisverðlaunanna. Dómnefnd hafði úr vöndu að velja því öll verkefnin voru vel unnin og tóku á mikilvægum og
nýstárlegum viðfangsefnum um ferðamál á Íslandi. Má þar nefna tengsl ábyrgrar ferðaþjónustu og samfélagsábyrgðar
ferðaþjónustufyrirtækja, þróun og áherslubreytingar markaðsherferðarinnar Inspired by Iceland, birtingarmynd íslenskra
kvenna í markaðsefni ferðaþjónustu og áhrif ferðamennsku á lífsgæði heimamanna. Allt eru þetta mikilvæg og brýn rannsóknarefni
fyrir íslenska ferðaþjónustu í dag og því vill dómnefnd hvetja alla tilnefnda höfunda til frekari rannsókna á sínum sviðum.
Dómnefnd Lokaverkefnisverðlauna SAF og RMF skipuðu þær Rósbjörg Jónsdóttir sérfræðingur, fulltrúi SAF,
dr. Rannveig Ólafsdóttir, fulltrúi stjórnar RMF og Eyrún Jenný Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá RMF.
Mynd: Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF, Kristján Alex Kristjánsson og María Guðmundsdóttir fræðslustjóri SAF
Tilnefnd lokaverkefni úr grunnámi eru (í stafrófsröð):
Brynja Eiríksdóttir og Ragnheiður Mjöll Baldursdóttir: Hér er allt í lagi! Hvernig hafa áherslur þróast í markaðsátakinu Inspired by Iceland?
Ferðamálafræði, Háskólinn á Hólum
Leiðbeinandi: Ingibjörg Sigurðardóttir
Heiðrún Harðardóttir: Áhrif aukningu í ferðaþjónustu á húsnæðismarkaðinn á Íslandi
Ferðamálafræði, Háskólinn á Hólum
Leiðbeinandi: Ingibjörg Sigurðardóttir
Katla Eiríksdóttir og Steinþóra Sif Heimisdóttir: „Jöklarnir verða ekki hér að eilífu”: Samfélagsábyrgð fyrirtækja í takt við ábyrga ferðamennsku
Ferðamálafræði, Háskóli Íslands
Leiðbeinendur: Edda Ruth Hlín Waage og Ásdís Aðalbjörg Arnalds
Kristín Jezorski: Eðlishyggja og kvenímyndin: Birtingarmynd íslenskra kvenna í nýstárlegu markaðsefni ferðaþjónustu
Ferðamálafræði, Háskóli Íslands
Leiðbeinandi: Katrín Anna Lund
Kristján Alex Kristjánsson: Myndræn menning og landslag: Tækifæri sýndar- og viðbótarveruleika til að skapa upplifun fyrir ferðamenn
Ferðamálafræði, Háskóli Íslands
Leiðbeinandi: Gunnar Þór Jóhannesson
Lena Hulda Nílsen og Rakel Sesselja Hostert: Það gerast nefnilega ljótir hlutir á fallegum stöðum: Myrk saga Þingvalla sem tækifæri í ferðaþjónustu
Ferðamálafræði, Háskóli Íslands
Leiðbeinandi: Katrín Anna Lund
Sigrún Elfa Bjarnadóttir: Ferðamönnum virðist allt leyfilegt: Áhrif ferðamennsku á lífsgæði heimamanna í Öræfum
Ferðamálafræði, Háskóli Íslands
Leiðbeinandi: Edda Ruth Hlín Waage
Ferðamálafræði, Háskólinn á Hólum
Leiðbeinandi: Ingibjörg Sigurðardóttir
Heiðrún Harðardóttir: Áhrif aukningu í ferðaþjónustu á húsnæðismarkaðinn á Íslandi
Ferðamálafræði, Háskólinn á Hólum
Leiðbeinandi: Ingibjörg Sigurðardóttir
Katla Eiríksdóttir og Steinþóra Sif Heimisdóttir: „Jöklarnir verða ekki hér að eilífu”: Samfélagsábyrgð fyrirtækja í takt við ábyrga ferðamennsku
Ferðamálafræði, Háskóli Íslands
Leiðbeinendur: Edda Ruth Hlín Waage og Ásdís Aðalbjörg Arnalds
Kristín Jezorski: Eðlishyggja og kvenímyndin: Birtingarmynd íslenskra kvenna í nýstárlegu markaðsefni ferðaþjónustu
Ferðamálafræði, Háskóli Íslands
Leiðbeinandi: Katrín Anna Lund
Kristján Alex Kristjánsson: Myndræn menning og landslag: Tækifæri sýndar- og viðbótarveruleika til að skapa upplifun fyrir ferðamenn
Ferðamálafræði, Háskóli Íslands
Leiðbeinandi: Gunnar Þór Jóhannesson
Lena Hulda Nílsen og Rakel Sesselja Hostert: Það gerast nefnilega ljótir hlutir á fallegum stöðum: Myrk saga Þingvalla sem tækifæri í ferðaþjónustu
Ferðamálafræði, Háskóli Íslands
Leiðbeinandi: Katrín Anna Lund
Sigrún Elfa Bjarnadóttir: Ferðamönnum virðist allt leyfilegt: Áhrif ferðamennsku á lífsgæði heimamanna í Öræfum
Ferðamálafræði, Háskóli Íslands
Leiðbeinandi: Edda Ruth Hlín Waage
[:]