Menntamorgnar atvinnulífsins hófu göngu sína á ný í byrjun október, en fyrsti fundurinn fór fram 3. október. Menntamorgnar atvinnulífsins eru samstarfsverkefni SA og aðildarsamtaka þeirra.
Samhliða fjórðu iðnbyltingunni eykst þörfin fyrir stöðuga fræðslu og endurmenntun starfsfólks. Hröð tækniþróun eykur möguleikana á sveigjanlegum, skilvirkum og hagkvæmum valkostum þegar kemur að þessari fræðslu þar sem rafrænt námsumhverfi er í forgrunni. Með rafrænu námsumhverfi skapast lausnir og tækifæri fyrir öll fyrirtæki en ekki síst lítil og meðalstór fyrirtæki sem og fyrirtæki á landsbyggðinni.
Á menntamorgnum í Húsi atvinnulífsins skapast vettvangur fyrir gagnlegar umræður um leiðir til rafrænnar fræðslu og áskoranir sem henni fylgja. Morgunfundirnir er fyrir alla sem hafa áhuga á málefninu og vilja taka þátt í þeim breytingum sem þar eru að eiga sér stað.
Dagskrá:
- Rafræn fræðsla, hugtök og hugmyndir. Árný Elíasdóttir sérfræðingur hjá Attentus.
- Tækifæri í rafrænu og stafrænu umhverfi. Berglind Ragnarsdóttir sérfræðingur á verkefnastofu um stafrænt Ísland.
- Innleiðing á rafrænni fræðslu í Arion banka. Hörður Bjarkason, sérfræðingur í fræðslumálum á viðskiptabankasviði Arion banka.
- Áskoranir og áherslur í rafrænni fræðslu Origo. Eva Demireva sérfræðingur hjá Origo.
Fundarstjórn var í höndum Davíðs Þorlákssonar fostöðumanns samkeppnishæfnisviðs SA.
- Hér má nálgast upptöku frá fundinum.