Arðsemi fjárfestingar (ROI) í þjálfun og símenntun er yfirskrift málstofu sem fram fór í Húsi atvinnulífsins s.l. föstudag. Einn af fyrirlesurum var Kristján Jóhann Kristjánsson, hótelstjóri á Hótel Kletti, sem sagði frá því hvernig skor á Booking.com fór úr 7,9 í 8,3 á innan við sex mánaða tímabili. Hótel Klettur tekur þátt í tilraunaverkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu með Hæfnisetrinu og Gerum betur. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar og Norrænt tengslanet um fullorðinsfræðslu (NVL) stóðu fyrir málstofunni.
- Hér má hlusta á erindin.