
Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar verða afhent við hátíðlega athöfn á afmælisdegi Samtaka ferðaþjónustunnar, mánudaginn 11. nóvember.
Verður þetta í 16. skipti sem SAF veita fyrirtæki innan samtakanna nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar, en forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin.
Í ár bárust 32 tilnefningar til nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar frá félagsmönnum í SAF. Að þessu sinni hefur dómnefnd tilnefnt þrjú fyrirtæki sem eiga kost á að hljóta verðlaunin, en þau eru í stafrófsröð:
Handhafi nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2019 verður síðan kynntur í athöfninni sem fer fram á Center Hotels (Lóu), Laugavegi 95-99 í Reykjavík, og hefst kl. 16.30 mánudaginn 11. nóvember.
Léttar veitingar verða á boðstólum og ferskir tónlistarmenn sjá um að góð stemning svífi yfir vötnum.
Eru félagsmenn í SAF og aðrir velunnarar nýsköpunar og ferðaþjónustu hvattir til að mæta á athöfnina.