Rafrænn aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram miðvikudaginn 6. maí kl. 14.00.
- Allar nánari upplýsingar um fundinn er að finna HÉR.
Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.
Framboðsfrestur rann út miðvikudaginn 29. apríl og skiluðu 6 aðilar inn framboði í stjórn SAF fyrir starfsárin 2020 – 2022. Eitt framboð barst í formannsembætti SAF og er Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður samtakanna, því sjálfkjörin.
Kynning á frambjóðendum til stjórnar SAF:
- Ámundi Óskar Johansen, framkvæmdastjóri Veisluþjónustunnar – Rúgbrauðsgerðarinnar
- Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions
- Hallgrímur Lárusson, eigandi og framkvæmdastjóri Snæland Grímsson
- Ívar Ingimarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Óseyri
- Ólöf Einarsdóttir, eigandi Mountaineers of Iceland
- Unnur Svavarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri GoNorth
Hægt er að kynna sér frambjóðendur betur með því að smella á hlekkina hér að ofan.
Í fyrsta skipti í sögu SAF fara kosningar á aðalfundi fram með rafrænum hætti. Fyrirtækið Könnuður ehf. annast kosninguna fyrir hönd SAF, en hún fer fram í gegnum Þínar síður Húss atvinnulífsins. Félagsmenn í SAF hafa fengið upplýsingar sendar um kosningarnar sem standa til kl. 12.00 miðvikudaginn 6. maí.
Kjósa skal þrjá frambjóðendur – hvorki fleiri né færri.