Ámundi Óskar Johansen, framkvæmdastjóri Veisluþjónustunnar – Rúgbrauðsgerðarinnar
Ég er lífsglaður tveggja barna faðir í sambúð, veitingamaður og hagfræðingur að mennt. Eigandi og framkvæmdastjóri Rúgbrauðsgerðarinnar og Veislumiðstöðvarinnar sem ég hef rekið farsællega í hátt í 15 ár. Á þessum tíma höfum við synt með fyrirtækið í gegnum tvær stórar efnahagskrísur ásamt öðrum áföllum og komum út úr því reynslunni ríkari. Ég hef gefið öðrum fyrirtækjum ráðgjöf og aðstoðað fólk með að koma sínum rekstri á kopp.
Ég hef verið hluti af SAF í mörg ár og tel að nú sé kominn tími til að leggja mitt af mörgum til samtakanna. Ég er sannfærður um að reynsla mín muni nýtast vel í stjórn SAF.