Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna. Kjörnefnd hefur þegar auglýst eftir framboðum til stjórnar og formanns SAF fyrir starfsárin 2020 – 2022.
Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.
Framboðsfrestur rann út miðvikudaginn 29. apríl og skiluðu 6 aðilar inn framboði í stjórn SAF fyrir starfsárin 2020 – 2022. Eitt framboð barst í formannsembætti SAF og er Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður samtakanna, því sjálfkjörin.
Frambjóðendur eru eftirtaldir í stafrófsröð:
- Ámundi Óskar Johansen, framkvæmdastjóri Veisluþjónustunnar – Rúgbrauðsgerðarinnar
- Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions
- Hallgrímur Lárusson, eigandi og framkvæmdastjóri Snæland Grímsson
- Ívar Ingimarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Óseyri
- Ólöf Einarsdóttir, eigandi Mountaineers of Iceland
- Unnur Svavarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri GoNorth
Hægt er að kynna sér frambjóðendur betur með því að smella á hlekkina hér að ofan.
Í fyrsta skipti í sögu SAF fara kosningar á aðalfundi fram með rafrænum hætti. Fyrirtækið Könnuður ehf. annast kosninguna fyrir hönd SAF, en hún fer fram í gegnum Þínar síður Húss atvinnulífsins. Félagsmenn í SAF hafa þegar fengið upplýsingar sendar um kosningarnar. Gefið verður færi á að kjósa þar til í upphafi aðalfundar eða kl. 14.15. á morgun, miðvikudaginn 6. maí.
Kjósa skal þrjá frambjóðendur – hvorki fleiri né færri.
- Hlekkur: Rafræn kosning til stjórnar SAF.
Sem kunnugt er hefur hver félagsmaður atkvæðamagn á aðalfundi í hlutfalli við greitt félagsgjald í SAF um síðastliðin áramót. Hverjum heilum þúsund krónum greiddra félagsgjalda fylgir eitt atkvæði. Á atkvæðaseðlinum er tiltekið hversu mörg atkvæði fyrirtækið á rétt á í atkvæðagreiðslunni.
Til að taka þátt í kjörinu smellir þú á tengilinn „Taka þátt“ hér að neðan og þá færist þú yfir á Þínar síður Húss atvinnulífsins. Innskráning fer fram með rafrænum skilríkjum. Þegar komið er inn á Þínar síður kemst félagsmaður inn á kosningasíðuna með því að smella á hnapp sem á stendur „Kjósa í kosningum hjá SAF“ og er þá atkvæðaseðillinn aðgengilegur. Athugið að einungis er hægt að kjósa einu sinni.
Þeir félagsmenn sem lenda í vandræðum með að kjósa er bent á að hafa strax samband við Hrafnhildi Stefánsdóttur, upplýsingastjóra Húss atvinnulífsins í gegnum netfangið hs@sa.is eða í síma 821-0011.
- Hlekkur: Rafræn kosning til stjórnar SAF.