Útskrift úr Leiðsöguskólanum júní 2020 | Menntaskólinn í Kópavogi
Þann 10. júní voru 30 leiðsögumenn útskrifaðir frá Leiðsöguskólanum. Tuttugu útskrifuðust sem leiðsögumenn ferðafólks og tíu gönguleiðsögumenn. Vegna samkomubanns þurfti að fresta mörgum æfingaferðum vorannar. Undanfarnar vikur hafa verið ansi annasamar hjá nemendum en eftir að reglur um samkomubann voru rýmkaðar hafa þeir verið á ferðinni allar helgar!
Tveir nemendur fengu viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur, Harpa Hafsteinsdóttir í Almennri leiðsögn og Sigurður Arnar Einarsson í Gönguleiðsögn.
SAF óska nýútskrifuðu leiðsögumenn til hamingju með áfangann, megi ykkur farnast sem best í leik og starfi í framtíðinni!