Aðfaranótt þriðjudagsins 30. júní sl. var samþykkt breyting á lögum um pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun og lögum um ríkisábyrgðir (ferðaábyrgðarsjóður). Lögin hafa ekki hlotið staðfestingu forseta en það ætti að gerast á næstu dögum og í kjölfarið mun ráðherra á næstu vikum gefa út reglugerð sem mælir fyrir um framkvæmd laganna. Í framhaldi af því mun sjóðurinn vera stofnaður af hálfu Ferðamálastofu. Sjóðurinn ætti að geta tekið við umsóknum eftir miðjan júlí.
Samtök ferðaþjónustunnar fagna þessu útspili stjórnvalda, enda hafa samtökin kallað sterkt eftir viðundandi úrlausn mála er varðar þann vanda sem ferðaskrifstofur standa frammi fyrir. SAF hvetja félagsmenn sína til að kynna sér málið eftir því sem við á.
Lögin mæla fyrir um að stofnaður verði svokallaður Ferðaábyrgðarsjóður til að bregðast við vanda ferðaskipuleggjanda. Sjóðurinn verður í vörslu Ferðamálastofu sem tekur ákvarðnir um greiðslur úr sjóðnum.
Pakkaferðir á tímabilinu 12. mars til og með 31. júlí 2020
Lögin gilda um pakkaferðir sem koma áttu til/eða eiga að koma til framkvæmdar á tímabilinu 12. mars til og með 31. júlí 2020. Ráðherra er heimilt að framlengja þetta tímabil.
Skipuleggjandi eða smásali leggur inn umsókn hjá Ferðamálastofu fyrir 1. september 2020 um að sjóðurinn láni honum fjárhæð sem nemur ógreiddum endurgreiðslukröfum eða vegna pakkaferða sem þegar hefur verið endurgreitt. Ferðaábyrgðasjóðurinn tekur afstöðu til umsókna eigi síðar en 31. desember 2020. Lánsfjárhæðinni skal einvörðungu ráðstafað til að endurgreiða ferðamanni.
Endurgreiða lán á sex árum með fjórum jöfnum afborgunum á ári
Með lánveitingu stofnaðst krafa á skipuleggjanda eða smásala sem endurgreiða þarf á sex árum og að jafnaði með fjórum jöfnum afborgunum á ári sem kveðið skal á um í lánssamningi.
Lánið ber vexti og ef um vanskil verða þá má gera fjárnám án undangengis dóms eða sáttar fyrir kröfu sjóðsins, ásamt vöxtum, dráttarvöxtum og kostnaði.
Óheimilt að ráðstafa láninu annað en að endurgreiða ferðamanninum
Ef láninu er ráðstafað annað er lánið gjaldfellt og krafist fullra endurgreiðslu þá þegar og leitt til sekta eða refsingar ef um rangar eða ófullnægjandi upplýsingar í umsókn eða lánsfjárhæð var nýtt á ólögmætan hátt.