Upplýsingar um nýtingu ferðaþjónustufyrirtækja á styrkjum til fræðslu
Frá því 1. apríl 2020 hafa 55 fyrirtæki með samtals 672 starfsmenn, sótt um almenna styrki til Landsmenntar og af því eru 22 ferðaþjónustufyrirtæki og þar bak við eru 223 starfsmenn. Um er að ræða í heildina 87 fræðsluverkefni frá þessum 55 fyrirtækjum.
Til viðbótar hafa ferðaþjónustufyrirtækin verið dugleg að nýta sér frí námskeið í tengslum við samninga sem Landsmennt hefur gert við fjölda fræðsluaðila (sem innihalda fulla fjármögnun námskeiða upp að ákveðnu hámarki þátttökugjalda, kr. 30.000.- pr. námskeið pr. þátttakanda) vegna Covid 19. Í flestum tilvikum er eingögnu um að ræða fjarnámskeið í ljósi aðstæðna í samfélaginu.
Stundum beina fræðsluaðilar námskeiðsframboðinu beint til fyrirtækja og mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa nýtt sér það. Þá geta að auki starfsmenn fyrirtækja sem eru félagsmenn aðildarfélaga sjóðsins, skráð sig beint inn á námskeið hjá viðkomandi fræðsluaðila. Hvor leiðin sem farin er þá sendir viðkomandi fræðsluaðili reikning beint til Landsmenntar og meðfylgjandi er þátttakandalisti þar sem fram kemur félagaðild og vinnustaður.
Um 70% af heildarupphæð allra styrkja vegna Covid 19 samninga hefur farið til ferðaþjónustufyrirtækja og þar á bak við eru yfir 180 starfsmenn. Sótt hafa verið fjölmörg námskeið sem eru í boði hjá fræðsluaðilum, það eru t.d. sjálfstyrkingarnámskeið, heilsu-og lífstílsnámskeið, tómstundarnámskeið og síðast en ekki síst mikið af sérsniðum starfstengdum námskeiðum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.
Landsmennt (og þeir sjóðir sem eru í umsjón skrifstofu Landsmenntar) hefur gert samninga við 18 fræðsluaðila, sjá á heimasíðu Landsmenntar.
Einnig er hægt að sjá framboð á námi hjá fleiri fræðsluaðilum og ráðgjöfum í námi fullorðinna á heimasíðu Landsmenntar.
Fyrir utan samningana um fulla fjármögnun þá hafa almennir styrkir verið hækkaðir úr 75% af kostnaði í allt að 90% af kostnaði. Um er að ræða hækkun á bæði styrkjum til fyrirtækja og styrkjum til einstaklinga.
—
Tekið saman í október 2020.