Starfsafl – meira en bara fræðslusjóður
Starfsafl er fræðslusjóður þeirra rekstraraðila / fyrirtækja sem eru með starfsfólk í Eflingu stéttarfélagi, Verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis.
Starfsafl leggur metnað sinn í faglega og persónulega þjónustu. Hingað geta allir leitað sem eru með starfsfólk í áðurnefndum stéttafélögum og fengið upplýsingar um styrki, hvað er styrkhæft og mögulega styrkfjárhæð. Styrkir Starfsafls geta numið allt að 90% endurgreiðslu á reikningi og eru afgreiddir innan fimm virkra daga frá því að umsókn berst, ef öll tilskilin gögn fylgja. Sótt er um á www.attin.is
Hjá skrifstofu Starfafls er einnig hægt að fá gjaldfrjálsa aðstoð, ráðgjöf og stuðning við fræðslumálin, svo sem:
- skoða hvaða leiðir eru færar fyrir þitt fyrirtæki
- fá leiðbeiningar um leiðir í þarfagreiningu fræðslu
- kynningu á eigin fræðslu fyrirtækja og stafrænni fræðslu
- skipulagningu námskeiðs
- uppsetningu fræðsluáætlunar
- upplýsingagjöf um námskeið og fræðsluaðila
- og annað það sem tengist fræðslu – og starfsþróunarmálum
Þá má finna eitt og annað gagnlegt á vef Starfsafls – upplýsingar um Fræðslustjóra að láni, ýmsar greinar og annað efni sem getur gagnast þeim sem vilja skoða sín fræðslu- og starfsþróunarmál.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 510-7550 / 693-0097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is
—
Tekið saman í október 2020.