Nokkrir möguleikar á styrkjum
Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks (SVS) hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustu til að sækja um styrki vegna fræðslu. Nú er tækifæri til að auka enn frekar hæfni starfsfólk og undirbúa það fyrir komandi tíma. Fyrirtæki eiga rétt á 3 milljónum á ári í styrk vegna fræðslu starfsfólks. Nokkrir möguleikar eru á styrkjum og þar á meðal er sameiginlegur styrkur fyrirtækis og einstaklings.
Sameiginlegur styrkur fyrirtækis og einstaklings
Frá árinu 2018 hefur SVS boðið upp á þann möguleika fyrir félagsmenn VR og fyrirtæki sem þeir starfa hjá að sækja saman um í SVS með einni umsókn og nýta þannig rétt beggja aðila í sjóðina á móti reikningi. Félagsmaður sækir um styrkinn fyrir hönd beggja með yfirlýsingu frá fyrirtæki. Með þessu móti hámarkast möguleg styrkveiting til annars vegar félagsmanns og hins vegar fyrirtækis. Skilyrði fyrir slíkri umsókn er að nám/námskeið kosti kr. 200 þúsund eða meira. Undanþága er gerð á umsóknum vegna Diplómanáms í viðskiptafræði og verslunarstjórnun.
- Hlekkur: Sjá nánar á vef sjóðsins.
—
Tekið saman í október 2020.