NVL-netið um hæfni í í atvinnulífinu leggur til að aðilar atvinnulífsins komi í samstarfi við stjórnvöld að mótun heildstæðrar langtíma hæfnistefnu þjóðar. Efla þarf tækifæri starfsfólks til þess að takast á við örar breytingar og til þess að geta verið lengur á vinnumarkað. Rík þörf er fyrir betri kerfi til þess að skilgreina þarfir atvinnulífsins fyrir hæfni.
Lesið nánar hér um skýrsluna.
Rétt er að geta þess að skýrslan er væntanleg á íslensku. Fulltrúar Íslands í nefndinni voru Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.