Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, undirrituðu nýlega þjónustusamning um áframhaldandi starf Hæfniseturs ferðaþjónustunnar til næstu þriggja ára.
Samningurinn felur í sér áframhaldandi uppbyggingu á hæfni starfsmanna í íslenskri ferðaþjónustu með enn auknum stafrænum verkfærum í fræðslu sem og uppbyggingu þrepaskipts náms í samstarfi við fræðsluaðila. Áhersla verður á að ýta undir klasasamstarf fyrirtækja í ferðaþjónustu í fræðslu.
Samningurinn gildir til loka árs 2023. Framlög ráðuneytisins nema 50 m.kr. á ári til Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem hýsir verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar.