
Kæru félagsmenn,
Stjórn og starfsfólk Samtaka ferðaþjónustunnar óskar ykkur gleðilegra jóla og vonar að þið njótið hátíðanna sem best. Umfram allt óskum við ykkur farsæls komandi árs og þökkum samstarfið á því sem er nú loksins að líða.
Þrátt fyrir áskoranirnar hefur verið stórkostlegt að vinna með ykkur og finna á hverjum degi kraftinn, baráttuþrekið og brennandi ásetninginn um sterka endurkomu ferðaþjónustunnar strax og færi gefst.
Við hlökkum til viðspyrnunnar með ykkur!
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri