Föstudaginn 15. janúar sl. breyttust skimunareglur á landamærunum Íslands og stjórnvöld kynntu þær reglur sem eiga að gilda á landmærunum frá og með 1. maí nk. á heimasíðu sinni, stjornarrad.is. Hér fyrir neðan kemur stutt kynning um fréttir um breyttar aðgerðir á landamærum og linkur á frétt á heimasíðu stjórnvalda um málið.
Skimunarskylda á landamærum
Skimun á landamærum verður skylda frá og með 15. janúar sl. og því er tvöföld skimun og fimm daga sóttkví á milli framlengd til 1. maí nk. Þá verða tekin varfærin skref til afléttingar sem taka muni mið af ástandi faraldursins á brottfarastað komufarþega.
- Hlekkur: Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.
Framvísun bólusetningarvottorða á landamærum
Bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og gefin eru út í EES/EFTA-ríki verða tekin gild á landamærum Íslands. Þeir sem framvísa slíku vottorði eru undanþegnir opinberum sóttvarnaráðstöfunum á landamærum og er þannig ekki skylt að fara í sýnatöku við landamæri. Komufarþegar geta áfram framvísað gildu vottorði sem sýnir fram á að COVID-19 sé afstaðin.
- Hlekkur: Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.
Fyrirkomulag sóttvarna á landamærum frá 1. maí nk. á íslensku og ensku
Stjórnvöld kynntu nýtt fyrirkomulag frá og með 1. maí nk. en þá verða tekin skref til afléttingar sóttvarnaraðgerða á landamærum sem taka munu mið af ástandi faraldursins á brottfarastað komufarþega. Frá og með 1. maí verður byggt á reglulega uppfærðu áhættumati Sóttvarnarstofnunar Evrópu og ríki flokkuð í græn, appelsíngul, rauð og frá eftir stöðu faraldursins. Neðangreind tafla er til skýringar.
- Hlekkur: Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.