Samtök ferðaþjónustunnar minna lántakendur Ferðaábyrgðasjóðs á að hægt er að fresta fyrstu þrem afborgunum höfuðstóls og vaxta skuldabréfa.
Sjá eftirfarandi tilkynningu frá Ferðamálstofu sem send var út á lántakendur 16. febrúar:
„Ferðamálastofa upplýsti lántakendur Ferðaábyrgðasjóðs hinn 10. febrúar sl. um nýlega breytingu á reglugerð nr. 720/2020 um Ferðaábyrgðasjóð. Þessi breyting felur það í sér að lántakendum stendur nú til boða að fresta fyrstu þremur afborgunum höfuðstóls og vaxta skuldabréfa þannig að fyrsti gjalddagi verði 1. desember 2021 í stað1. mars 2021.
Ef [félagið] hyggst nýta rétt sinn til frestunar afborgana þarf að senda til Ferðamálastofu undirritaða beiðni þar að lútandi.
Nægilegt er að prókúruhafi félags undirriti beiðnina (viðauki við skuldabréf), sem þarf að berast í frumriti til Ferðamálastofu. Senda má beiðnina með pósti eða með því að afhenda beiðnina á skrifstofu Ferðamálastofu að Geirsgötu 9.
Vinsamlegast gætið þess að fylla út þar til gerða reiti, þ.m.t. dagsetningu/stað, undirritun tveggja votta og kennitölu prókúruhafa.
Undrituð beiðni skal berast Ferðamálastofu eigi síðar en 22. febrúar nk. Berist beiðnin ekki fyrir þann tíma lítur Ferðamálastofa svo á að félagið hyggist ekki óska eftir frestun afborgana.“