Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2022 fór fram á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 23. mars.
Í aðdraganda aðalfundar fór fram rafræn kosning meðal félagsmanna um 3 meðstjórnendur í stjórn SAF til næstu tveggja ára ásamt því að kjörinn var formaður. Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Lava Show, Sævar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð og Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions hlutu kjör í stjórn SAF til næstu tveggja ára. Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu-DMI og núverandi formaður SAF var endurkjörin formaður samtakanna til næstu tveggja ára.
