Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir Ferðaþjónustudeginum 2022 í Norðurljósum í Hörpu miðvikudaginn 14. september kl. 15.00.
Yfirskrift Ferðaþjónustudagsins er „Endurræsing“. Á fundinum verður fjallað um ferðaþjónustu með tilliti til verðmætasköpunar og stöðunnar í hagkerfinu, áhrif greinarinnar á samfélagið og hvað þarf til að tryggja jákvæða uppbyggingu til framtíðar.
Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar og netagerð – hlökkum til að sjá þig!
#SAF2022