Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram í Stykkishólmi fimmtudaginn 30. mars 2023.
Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna. Annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri. Að þessu sinni er því kosið um þrjú aðalsæti í stjórn SAF til næstu tveggja ára. Kjörnefnd hefur þegar auglýst eftir framboðum til stjórnar SAF fyrir starfsárin 2021 – 2023. Rétt er að geta þess að í aðdraganda aðalfundar sagði Rannveig Grétarsdóttir sig frá störfum í kjörnefnd og gaf kost á sér til stjórnarsetu.
Fjögur framboð bárust í stjórn SAF, en þau eru í stafrófsröð:
- Helgi Már Björgvinsson, yfirmaður alþjóðasamskipta hjá Icelandair
- Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá Play
- Rannveig Grétarsdóttir, eigandi Eldingar og Akureyri Whale Watching
- Skarphéðinn Berg Steinarsson, eigandi Sjávarborgar
Rafræn atkvæðagreiðsla hefst fimmtudaginn 23. mars kl. 16.00 og allar upplýsingar um atkvæðagreiðsluna og aðgang að henni verða sendar félagsmönnum SAF í tölvupósti.
Atkvæðagreiðslunni lýkur að lokinni kynningu frambjóðenda á aðalfundinum í Stykkishólmi þann 30. mars n.k.