Rannveig Grétarsdóttir, eigandi Eldingar og Akureyri Whale Watching

Kæru félagar í SAF.
Ég heiti Rannveig Grétarsdóttir og er framkvæmdastjóri og einn eigandi Eldingar hvalaskoðunar i Reykjavík sem og er eg stjórnarformaður og einn af eigendum Akureyri Whale Watching. Ég er menntaður rekstrarfræðingur og er einnig með MBA gráðu frá Háskólanum I Reykjavik.
Fyrirtækið Eldingu stofnaði ég ásamt fjölskyldu minni árið 2000 vegna áhuga og trúar okkar á framtíðarmöguleikum ferðaþjónustu á Íslandi.
Með reynslu minni síðast liðinna 24 ára og setu í óteljandi ráðum og nefndum fyrir ferðaþjónustuna tel ég mig hafa öðlast þekkingu og skilning á þeim fjölbreyttu verkþáttum sem ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir bæði í höfuðborginni og annars staðar á landinu.
Ég hef sterkar skoðanir á framtíðarþróun ferðaþjónustu á Íslandi og tel mig hafa mikið fram að færa á vettvangi Samtaka ferðaþjónustunnar og hef því ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar samtakanna.
Við þurfum að skapa rekstrarumhverfi þar sem fyrirtæking geta vaxið eðlilega og er nærandi Við þurfum að skapa sátt og jafnvægi, auka skilning stjórnvalda og íbúa landsins á atvinnugreininni, fækka stríðunum og koma okkur saman um framtíðarsýn og þau skref sem við þurfum að stíga að sjálfbærni og bjartari framtíð. Við þurfum meiri fyrirsjáanleika og skilning frá stjórnvöldum.
Ég óska því eftir stuðning ykkar kæru félagsmenn til stjórnarsetu í SAF næstu tvö árin og hlakka til að sjá ykkur vonandi flest í Stykkishólmi 30 mars næstkomandi.