Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2023 fór fram í Stykkishólmi fimmtudaginn 30. mars.
Í aðdraganda aðalfundar fór fram rafræn kosning meðal félagsmanna um 3 meðstjórnendur í stjórn SAF til næstu tveggja ára. Rannveig Grétarsdóttir, eigandi Eldingar og Akureyri Whale Watching, Helgi Már Björgvinsson, yfirmaður alþjóðasamskipta hjá Icelandair og Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá Play hlutu kjör í stjórn SAF til næstu tveggja ára.
Ásamt þeim sitja í stjórninni þau Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu-DMI og formaður SAF, Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Lava Show, Sævar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð og Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Icelandia.
Úr stjórninni gengu þau Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Hilton Reykjavik Nordica, Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri veitingahússins Jómfrúarinnar og Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta og samfélagsábyrgðar Icelandair. Eru þeim færðar góðar þakkir fyrir vel unnin störf á vettvangi samtakanna á liðnum árum.
