
Árlega er október helgaður netöryggismálum og því vilja Samtök ferðaþjónustunnar vekja athygli á ráðstefnu CERT-IS og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins þann 31. október næstkomandi.
Ráðstefnan fjallar um gagnagíslatökur, þróun þeirra og áhrif á rekstur fyrirtækja og stofnanna, og er sérstaklega ætluð fólki með ábyrgð á rekstri og fjármunum fyrirtækja og stofnanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra netöryggismála, setur ráðstefnuna. Ráðstefnan fer fram í Gullteig á Grand Hótel þann 31. október frá 13.00 til 16.30 og boðið verður upp á léttar veitingar að henni lokinni.
- Hlekkur: Nánari upplýsingar um ráðstefnuna.
Þá hafa Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu tekið saman heilráð og upplýsingar um netöryggi sem birtast munu á samfélagsmiðlum beggja samtaka á næstunni.
Fylgstu með á Instagram SAF (@ferdathjonustan) og SVÞ (@svthiceland)!