Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2022 verður kynnt á morgunfundi á Hótel Reykjavík Grand fimmtudaginn 7. desember kl. 9.00.
Á fundinum verða flutt ávörp ásamt því að skýrsla sem Reykjavík Economics hefur unnið fyrir Samtök ferðaþjónustunnar verður kynnt. Þá fara fram umræður um skattspor ferðaþjónustunnar og hvert raunverulegt framlag greinarinnar er til samfélagsins.Dagskrá fundarins:
Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Ávarp framkvæmdastjóra SA
Sigríður Margrét Oddsdóttir
Kynning á skattspori ferðaþjónustunnar 2022
Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics
Pallborðsumræður
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins
Diljá Matthíasardóttir, hagfræðingur SAF, stýrir fundinum og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF leiðir pallborðsumræður.